Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriðin í viðburðaríkum bandarískum kappakstri í Formúlu 1.
Hamilton vann keppnina og átti nánast fullkomna helgi og átti frekar auðvelda keppni eftir að hann náði aftur fram úr Vettel í ræsingunni. Spennan hélst í baráttunni um verðlaunasætin fyrir aftan Hamilton alla keppnina. Sjáðu uppgjörsþáttinn í spilaranum í fréttinni.
Lewis Hamilton ósnertanlegur í Texas | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól í Texas
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji.

Lewis Hamilton vann í Texas | Mercedes heimsmeistara bílasmiða
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji.