Ferðamaðurinn sem lést á Sólheimasandi var dökkklæddur og sneri baki í bílinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 11:30 Enginn aðstaða er við þjóðveginn yfir Sólheimasanda fyrir bíla en þar leggja ferðamenn í röðum við vegkantinn. Stöð2 Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið. Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið.
Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17
Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48