Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2017 20:30 Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. Fangelsismálastjóri Grænlands telur að skýringa sé meðal annars að leita í mikilli áfengisneyslu og menningu sem gangi út á karlmennsku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Handtaka tveggja grænlenskra sjómanna vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur beindi kastljósi að Grænlandi og varð tilefni greinar sem Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur birti á vef Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, en hún er búsett í bænum Sisimiut, norðarlega á vesturströnd Grænlands. „Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur hitti ég reglulega konur sem hafa verið lamdar og sem hefur verið nauðgað, af mönnum sínum, vinum, kunningjum eða ókunnugum. Það eru aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum,“ segir Ingibjörg í grein sinni.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Glæpatíðni er hlutfallslega há á Grænlandi hvað varðar gróf ofbeldisbrot, eins og morð, morðtilraunir og kynferðisafbrot. Fangelsismálastjóri Grænlands, Naaja Nathanielsen, segir að miðað við önnur Norðurlönd sé tíðnin há og tilfellin mörg. „Kynbundið ofbeldi er einnig mjög algengt og morð eru tíðari hér en í samanburðarlöndunum,“ segir Naaja. Hún segir að það sem einkenni ofbeldisbrot á Grænlandi sé að gerandinn og þolandinn séu oftast tengdir og þekkist. „Tilviljanakennt ofbeldi eða morð hefur ekki verið algengt. Oftast þekkjast hlutaðeigandi og mjög oft hefur áfengi verið haft um hönd.“ En hvernig skýrir hún hærri tíðni ofbeldis gegn konum á Grænlandi? „Kynbundið ofbeldi er mjög flókið vandamál en hér á Grænlandi skýrist það að hluta til af því að hér er mjög mikil áfengisneysla sem leiðir til slagsmála og ofbeldis gegn konum. Menningin gengur líka mjög út á karlmennsku og ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem hvergi hefur verið leyst. En hér er það oft tengt áfengi,“ segir Naaja.Við verslun í Nuuk nú í lok janúarmánaðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í grein sinni kvaðst íslenski hjúkrunarfæðingurinn halda að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur myndi breyta því hvernig grænlensk þjóð tæki á ofbeldi gegn konum og börnum. Ástandið hefur ekki skánað í seinni tíð, að sögn fangelsismálastjóra Grænlands: „Það hefur því miður verið mjög algengt og viðvarandi. Það hefur ekki dregið úr því á neinum tímapunkti. Það er mjög algengt og viðvarandi,“ segir Naaja Nathanielsen. Lokaorð Ingibjargar Björnsdóttur í grein sinni eru: „Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. Fangelsismálastjóri Grænlands telur að skýringa sé meðal annars að leita í mikilli áfengisneyslu og menningu sem gangi út á karlmennsku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Handtaka tveggja grænlenskra sjómanna vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur beindi kastljósi að Grænlandi og varð tilefni greinar sem Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur birti á vef Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, en hún er búsett í bænum Sisimiut, norðarlega á vesturströnd Grænlands. „Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur hitti ég reglulega konur sem hafa verið lamdar og sem hefur verið nauðgað, af mönnum sínum, vinum, kunningjum eða ókunnugum. Það eru aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum,“ segir Ingibjörg í grein sinni.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Glæpatíðni er hlutfallslega há á Grænlandi hvað varðar gróf ofbeldisbrot, eins og morð, morðtilraunir og kynferðisafbrot. Fangelsismálastjóri Grænlands, Naaja Nathanielsen, segir að miðað við önnur Norðurlönd sé tíðnin há og tilfellin mörg. „Kynbundið ofbeldi er einnig mjög algengt og morð eru tíðari hér en í samanburðarlöndunum,“ segir Naaja. Hún segir að það sem einkenni ofbeldisbrot á Grænlandi sé að gerandinn og þolandinn séu oftast tengdir og þekkist. „Tilviljanakennt ofbeldi eða morð hefur ekki verið algengt. Oftast þekkjast hlutaðeigandi og mjög oft hefur áfengi verið haft um hönd.“ En hvernig skýrir hún hærri tíðni ofbeldis gegn konum á Grænlandi? „Kynbundið ofbeldi er mjög flókið vandamál en hér á Grænlandi skýrist það að hluta til af því að hér er mjög mikil áfengisneysla sem leiðir til slagsmála og ofbeldis gegn konum. Menningin gengur líka mjög út á karlmennsku og ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem hvergi hefur verið leyst. En hér er það oft tengt áfengi,“ segir Naaja.Við verslun í Nuuk nú í lok janúarmánaðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í grein sinni kvaðst íslenski hjúkrunarfæðingurinn halda að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur myndi breyta því hvernig grænlensk þjóð tæki á ofbeldi gegn konum og börnum. Ástandið hefur ekki skánað í seinni tíð, að sögn fangelsismálastjóra Grænlands: „Það hefur því miður verið mjög algengt og viðvarandi. Það hefur ekki dregið úr því á neinum tímapunkti. Það er mjög algengt og viðvarandi,“ segir Naaja Nathanielsen. Lokaorð Ingibjargar Björnsdóttur í grein sinni eru: „Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson
Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00