Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 13:55 Frá aðgerðum lögreglu á svæðinu. Vísir/Sindri Í morgun klukkan 7:15 barst lögreglu á Suðurnesjum tilkynning um meðvitundarlausan mann á vinnustað á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en þar segir að lífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn. Komið hefur í ljós að gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu. Verið er að ljúka nauðsynlegum hreinsunarstörfum og engin hætta er á ferðum varðandi almenning. Vinnusvæðið umhverfis slysstað var rýmt og stendur sú rýming enn. Ekki er lokað fyrir almenna umferð en í tilkynningunni kemur fram að neysluvatn til almennings á Suðurnesjum er í góðu lagi. Vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit ásamt lögreglu rannsaka málsatvik. Sú rannsókn stendur enn og er ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. Annar maður var fluttur á sjúkrahús eftir slysið.Svæðið sem um ræðir er merkt með rauðum punkti á kortinu.Loftmyndir ehf.Fiskvinnslufyrirtækið er í námundan við Reykjanesvirkjun en tvö önnur fyrirtæki, fiskþurrkunin Haustak og fiskeldisfyrirtækið Stolt Farm Seafood, eru þar einnig skammt frá Háteigi. Það var á ellefta tímanum í morgun sem fulltrúar frá Vinnueftirlitinu mættu í fyrirtækin þrjú og lokuðu þeim tímabundið á meðan rannsókn á banaslysinu stendur yfir. Maðurinn sem lést og sá sem var fluttur á sjúkrahús dvöldu í svefnskála sem tengdur er fiskvinnslufyrirtækinu Háteigi. Hjá Haustaki starfa um 35 manns, 12 - 15 manns hjá Háteigi og um 30 hjá Stolt Farm Seafood. Allir hafa þeir nú lagt niður störf á meðan rannsókn banaslyssins stendur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Í morgun klukkan 7:15 barst lögreglu á Suðurnesjum tilkynning um meðvitundarlausan mann á vinnustað á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en þar segir að lífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn. Komið hefur í ljós að gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu. Verið er að ljúka nauðsynlegum hreinsunarstörfum og engin hætta er á ferðum varðandi almenning. Vinnusvæðið umhverfis slysstað var rýmt og stendur sú rýming enn. Ekki er lokað fyrir almenna umferð en í tilkynningunni kemur fram að neysluvatn til almennings á Suðurnesjum er í góðu lagi. Vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit ásamt lögreglu rannsaka málsatvik. Sú rannsókn stendur enn og er ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. Annar maður var fluttur á sjúkrahús eftir slysið.Svæðið sem um ræðir er merkt með rauðum punkti á kortinu.Loftmyndir ehf.Fiskvinnslufyrirtækið er í námundan við Reykjanesvirkjun en tvö önnur fyrirtæki, fiskþurrkunin Haustak og fiskeldisfyrirtækið Stolt Farm Seafood, eru þar einnig skammt frá Háteigi. Það var á ellefta tímanum í morgun sem fulltrúar frá Vinnueftirlitinu mættu í fyrirtækin þrjú og lokuðu þeim tímabundið á meðan rannsókn á banaslysinu stendur yfir. Maðurinn sem lést og sá sem var fluttur á sjúkrahús dvöldu í svefnskála sem tengdur er fiskvinnslufyrirtækinu Háteigi. Hjá Haustaki starfa um 35 manns, 12 - 15 manns hjá Háteigi og um 30 hjá Stolt Farm Seafood. Allir hafa þeir nú lagt niður störf á meðan rannsókn banaslyssins stendur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira