Cara Delevigne opnar sig um sjálfsvígshugsanir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 21:49 Cara Delevigne er með mörg járn í eldinum. mynd/getty „Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“ Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
„Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“
Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45
Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30
Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00
Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30