Cara Delevigne opnar sig um sjálfsvígshugsanir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 21:49 Cara Delevigne er með mörg járn í eldinum. mynd/getty „Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“ Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
„Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“
Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45
Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30
Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00
Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30