
Fótbolti
Ragnar spilaði allan leikinn í tapi

Ragnar Sigurðsson og félagar í Rubin Kazan fóru illa að ráði sínu þegar þeir fengu Amkar í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.
Leikurinn var markalaus allt þar til á 83.mínútu þegar Janusz Gol kom gestunum yfir. Þessu náðu Rubin menn ekki að svara og lokatölur því 0-1. Ragnar lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rubin Kazan.
Liðin eru nú jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar og hafa bæði fjórtán stig eftir tólf leiki.