Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. september 2017 09:45 Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingar og tímatökunnar. Rafmangstruflanir höfðu verið í bílnum á þriðju æfingunni. Kimi Raikkonen háði hetjulega baráttu við Hamilton en uppskar ekki ráspól. Hann var 0,045 sekúndum á eftir Hamilton.Fyrsta lota Með nýju vélina um borð hélt Vettel af stað í tímatökuna. Eitthvað virtist hafa farið úrskeiðis við vélarskiptin því bíllinn var til vandræða hjá Vettel sem gat ekki sett tíma í tímatökunni. Skelfileg tíðindi fyrir Vettel og titilvonir hans að þurfa að ræsa aftastur á morgun. Hann er 28 stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna. Hamilton, var fljótastur í fyrstu lotunni á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull annar. Þeir sem sátu eftir í fyrstu umferð, auk Vettel voru Sauber ökumennirnir og Haas ökumennirnir.Sebastian Vettel gerði lítið annað en að sitja í bílskúrnum í dag.Vísir/gettyÖnnur lota Valtteri Bottas á Mercedes setti besta tímann í lotunni, rétt undir lokin. Þangað til hafði Kimi Raikkonen á Ferrari verið fljótastur. Stoffel Vandoorne og Fernando Alonso komu McLaren bílum sínum í í þriðju lotu tímatökunnar. Toro Rosso ökumennirnir, Williams ökumennirnir og Jolyon Palmer á Renault féllu úr leik í annarri lotu.Þriðja lota Eftir fyrstu tilraunina var Hamilton fljótastur með Raikkonen skammt á eftir. Í lokatilrauninni var staðan sú sama en munurinn var töluvert minni. Hamilton bætti ekki tíma sinn en það gerði Raikkonen, það bara dugði ekki til. Formúla Tengdar fréttir Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Abiteboul: Renault ætlar að tryggja sér fimmta sæti Cyril Aboteboul, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Renault segir að framleiðandinn ætli að gera allt til að tryggja að báðir bílar liðsins klári allar sex keppninar sem eru eftir á tímabilinu. 22. september 2017 21:00 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull Bílaframleiðandinn Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili. 26. september 2017 06:30 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingar og tímatökunnar. Rafmangstruflanir höfðu verið í bílnum á þriðju æfingunni. Kimi Raikkonen háði hetjulega baráttu við Hamilton en uppskar ekki ráspól. Hann var 0,045 sekúndum á eftir Hamilton.Fyrsta lota Með nýju vélina um borð hélt Vettel af stað í tímatökuna. Eitthvað virtist hafa farið úrskeiðis við vélarskiptin því bíllinn var til vandræða hjá Vettel sem gat ekki sett tíma í tímatökunni. Skelfileg tíðindi fyrir Vettel og titilvonir hans að þurfa að ræsa aftastur á morgun. Hann er 28 stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna. Hamilton, var fljótastur í fyrstu lotunni á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull annar. Þeir sem sátu eftir í fyrstu umferð, auk Vettel voru Sauber ökumennirnir og Haas ökumennirnir.Sebastian Vettel gerði lítið annað en að sitja í bílskúrnum í dag.Vísir/gettyÖnnur lota Valtteri Bottas á Mercedes setti besta tímann í lotunni, rétt undir lokin. Þangað til hafði Kimi Raikkonen á Ferrari verið fljótastur. Stoffel Vandoorne og Fernando Alonso komu McLaren bílum sínum í í þriðju lotu tímatökunnar. Toro Rosso ökumennirnir, Williams ökumennirnir og Jolyon Palmer á Renault féllu úr leik í annarri lotu.Þriðja lota Eftir fyrstu tilraunina var Hamilton fljótastur með Raikkonen skammt á eftir. Í lokatilrauninni var staðan sú sama en munurinn var töluvert minni. Hamilton bætti ekki tíma sinn en það gerði Raikkonen, það bara dugði ekki til.
Formúla Tengdar fréttir Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Abiteboul: Renault ætlar að tryggja sér fimmta sæti Cyril Aboteboul, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Renault segir að framleiðandinn ætli að gera allt til að tryggja að báðir bílar liðsins klári allar sex keppninar sem eru eftir á tímabilinu. 22. september 2017 21:00 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull Bílaframleiðandinn Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili. 26. september 2017 06:30 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30
Abiteboul: Renault ætlar að tryggja sér fimmta sæti Cyril Aboteboul, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Renault segir að framleiðandinn ætli að gera allt til að tryggja að báðir bílar liðsins klári allar sex keppninar sem eru eftir á tímabilinu. 22. september 2017 21:00
Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30
Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull Bílaframleiðandinn Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili. 26. september 2017 06:30