Erlent

Sendiherra sagði Boris Johnson að hætta að rifja upp óviðeigandi ljóð

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Boris Johnson í Shwedagon Pagoda hofinu.
Boris Johnson í Shwedagon Pagoda hofinu. Vísir/AFP
Utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir óviðeigandi hegðun í opinberri heimsókn sinni til Myanmar í janúar á þessu ári. Reyndi ráðherrann að rifja upp ljóðið „The Road to Mandalay“ eftir Rudyard Kipling. Ljóðið var samið á nýlendutímanum og lýsir fortíðarþrá manns sem sinnti herskyldu í nýlendu og hreyfst af framandi menningu og ungri stúlku.

Bretland gerði Myanmar að nýlendu sinni árið 1824 og var landið hluti Bretlands til ársins 1948. Í þrígang þurftu Bretar að berja niður andstöðu heimamanna.

42 tonna bjalla er í hofinu. Boris fékk að hringja henni og hóf um leið tilraun sína til að muna ljóðið.Vísir/AFP
Boris Johnson var í Shwedagon Pagoda hofinu sem er einn heilagasti samkomustaður búddista í landinu. Sendiherra Bretlands í MyanmarAndrew Patrick, neyddist til að minna Boris á að hann væri með hljóðnema á sér og að þetta væri afar óviðeigandi. Atvikið náðist á myndband og er stikla úr heimildarmynd sem kemur út á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×