Erlent

Handtökur fyrir samkomu nasista í Gautaborg

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá samkomu NMR.
Frá samkomu NMR. Vísir/EPA
Minnst tuttugu hafa verið handteknir í Gautaborg í Svíþjóð þar sem búist er við miklum látum í dag. Um 500 meðlimir samtakanna NMR, sem heita á lauslega þýddri íslensku Norrænu mótspyrnuhreyfingin, ganga nú um götur borgarinnar sem og mikill fjöldi gagnmótmælenda. SVT segir gagnmótmælendur vera í þúsunda tali.

Tveir voru handteknir fyrir að vera vopnaði hnífum og aðrir tveir fyrir að vera með flugelda. Ljóst þykir að stór hluti þeirra sem hafa gengið til liðs við NMR séu ekki frá Svíþjóð.

Formaður borgarráðs Gautaborgar, Ann-Sofie Hermansson, hefur kallað eftir ró og segist hafa áhyggjur af stöðunni.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu VG TV frá Gautaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×