Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu, faðmar Hönnu Láru Helgadóttur, réttargæslumann sinn og Sigurlaugar Hreinsdóttur, eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira