Meirihluti kýs að öllum líkindum sjálfstæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Dráttarvélalest ók inn í Barcelona til þess að hvetja borgara til þess að kjósa. Nordicphotos/AFP Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. Er það vegna þess að flokkar sem andvígir eru sjálfstæði, og hafa um fjörutíu prósent þingsæta, hafa hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga kosningarnar. Lítið er um skoðanakannanir í málinu en sú nýjasta sem Fréttablaðið fann birtist á katalónsku fréttasíðunni Ara þann 16. september síðastliðinn. Sögðust 44,1 prósent vilja sjálfstæði en 38,1 prósent ekki. Spánverjar hafa ítrekað lýst því yfir að kosningar morgundagsins séu ólöglegar og verða niðurstöður kosninganna því ekki virtar. Jafnframt hafa Spánverjar sent þúsundir lögreglumanna til Katalóníu og hefur lögreglu verið skipað að gera öll kjörgögn upptæk. Katalónar halda hins vegar ótrauðir áfram og reyna sjálfstæðissinnar að verja kosningarnar. Til að mynda keyrði dráttarvélalest inn í höfuðborgina Barcelona í gær og veifuðu bændurnir sem óku vélunum kjörseðlum og fána Katalóníu til þess að hvetja fólk til þess að mæta á kjörstað. Bændurnir ætla sér að leggja dráttarvélum sínum fyrir utan kjörstaði víðs vegar um borgina á morgun. Hyggjast þeir gera það í þeim tilgangi að hindra aðgerðir lögreglu svo hún geti ekki gert kjörgögn upptæk. Í ljósi sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu má búast við því að kjörsókn verði dræm en, eins og áður segir, stórsigri sjálfstæðissinna. Samkvæmt katalónskum lögum er yfirvöldum héraðsins heimilt að lýsa yfir sjálfstæði allt að 48 klukkustundum eftir að niðurstöður kosninganna koma í ljós. Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, sagði við BBC að ekki væri útilokað að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir. „Ef til vill reynum við að setjast niður með spænsku ríkisstjórninni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. Er það vegna þess að flokkar sem andvígir eru sjálfstæði, og hafa um fjörutíu prósent þingsæta, hafa hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga kosningarnar. Lítið er um skoðanakannanir í málinu en sú nýjasta sem Fréttablaðið fann birtist á katalónsku fréttasíðunni Ara þann 16. september síðastliðinn. Sögðust 44,1 prósent vilja sjálfstæði en 38,1 prósent ekki. Spánverjar hafa ítrekað lýst því yfir að kosningar morgundagsins séu ólöglegar og verða niðurstöður kosninganna því ekki virtar. Jafnframt hafa Spánverjar sent þúsundir lögreglumanna til Katalóníu og hefur lögreglu verið skipað að gera öll kjörgögn upptæk. Katalónar halda hins vegar ótrauðir áfram og reyna sjálfstæðissinnar að verja kosningarnar. Til að mynda keyrði dráttarvélalest inn í höfuðborgina Barcelona í gær og veifuðu bændurnir sem óku vélunum kjörseðlum og fána Katalóníu til þess að hvetja fólk til þess að mæta á kjörstað. Bændurnir ætla sér að leggja dráttarvélum sínum fyrir utan kjörstaði víðs vegar um borgina á morgun. Hyggjast þeir gera það í þeim tilgangi að hindra aðgerðir lögreglu svo hún geti ekki gert kjörgögn upptæk. Í ljósi sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu má búast við því að kjörsókn verði dræm en, eins og áður segir, stórsigri sjálfstæðissinna. Samkvæmt katalónskum lögum er yfirvöldum héraðsins heimilt að lýsa yfir sjálfstæði allt að 48 klukkustundum eftir að niðurstöður kosninganna koma í ljós. Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, sagði við BBC að ekki væri útilokað að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir. „Ef til vill reynum við að setjast niður með spænsku ríkisstjórninni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira