Vandræðaskáldum er ekkert heilagt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. september 2017 13:00 Sesselía og Vilhjálmur eru oftast til vandræða á Akureyri en nú ætla þau að ferðast um landið og breiða út boðskapinn. Visir/Auðunn Kolsvartur húmor Sesselíu Ólafsdóttur og Vilhjálms B. Bragasonar hefur vakið mikla athygli. Þau kalla sig vandræðaskáld og semja vísur um lífið, ástina, samfélagið og pólitíkina. Nýlega sendu þau frá sér hárbeitta vísu um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra sem fer sem eldur um sinu á netinu. Vísuna kalla þau Bjarnaverndarnefnd. „Við höfum verið vinir frá því í menntaskóla og vorum bæði að læra úti í London, ég leiklist og leikstjórn í KADA (Kogan Academy of Dramatic Arts) og Vilhjálmur leikritun og leikbókmenntir í RADA (The Royal Academy of Dramatic Art), segir Sesselía og segir þau hafa verið sitt í hvoru lagi að fikta við að semja tónlist. „Í eitt skiptið sem við hittumst ákváðum við að semja lag saman og skemmtum okkur gríðarlega við það. Svo fluttum við á svipuðum tíma heim til Íslands aftur og þá varð nafnið Vandræðaskáld til og í kjölfarið sýningin Útför – saga ambáttar og skattsvikara, þar sem við greindum uppruna okkar Íslendinga. Sú sýning naut mikilla vinsælda og var sýnd lengi á Akureyri og í kjölfarið sýndum við svo í Tjarnarbíói, en þess má til gamans geta að við snúum aftur í Tjarnarbíó nú 21. október með sýninguna Framhjá rauða húsinu og niður stigann,“ segir Sessilía. Sýningin er skrifuð af þeim og leikin í félagi við vinkonu þeirra Birnu Pétursdóttur undir fána atvinnuleikhópsins Umskiptinga og hefur hlotið góða dóma. „Eftir Útför fóru okkur svo að berast fyrirspurnir um veislustjórn og skemmtanir og má eiginlega segja að það hafi undið upp á sig síðan, ekki síst fyrir tilstilli þeirra myndbanda sem við höfum sett á veraldarvefinn, svo sem LÍN og Áramótakveðjunnar,“ segir Vilhjálmur frá. Þau segja vinskap sinn byggjast á ást þeirra á ljóðum. „Við höfum bæði ort frá því að við vorum börn og unglingar og haft mikla ástríðu fyrir flutningi á ljóðum og texta. Tónlistin var svo rökrétt framhald, þar sem það er greiðasta leiðin til að koma textum á framfæri í nútímanum. Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að við yrkjum, stundum sjáum við eitthvað í samfélaginu sem betur mætti fara, stundum er þetta tilraun til þess að fanga einhverja tilfinningu, en umfram allt viljum við skemmta fólki?… og svo auðvitað þetta klassíska: Hvernig veit ég hvað mér finnst fyrr en ég heyri hvað ég hef að segja?“ segir Sesselía. Vilhjálmur segir þeim almennt vel tekið. „Sem sannast ekki síst í því að við höfum aldrei auglýst okkur sem skemmtikrafta eða veislustjóra, heldur hefur fagnaðarerindið breiðst út mann af manni, eins og kynsjúkdómur,“ segir hann. Nú leggja þau í tónleikaferðalag. „Nú erum við að fara af stað með tónleikaferðalagið Vandræðaskáld vega fólk. Við byrjum á Ísafirði og ætlum að koma víða við, þó ekki sé búið að staðfesta allar dagsetningar enn, þar á meðal ekki í Reykjavík. Vega fólk snýst um grunnþætti lífsins, lífið sjálft, ástina og dauðann, þar leikum við okkur líka með margræðni þess að vega fólk, vera vegafólk og að vega fólk og meta,“ segir Vilhjálmur. Þið fylgist grannt með samfélagsumræðunni og gerið grimmt gaman að. Það er væntanlega af nógu að taka? „Já, eiginlega er svo mikið um að vera í samfélaginu að við gætum stöðugt verið að semja um það, en staðreyndin er að við verðum að vera dálítið vandlát til þess að þynna ekki út það sem skiptir mestu máli. Þar fyrir utan erum við líka að vasast í svo mörgu öðru og við hefðum engan tíma til þess ef við værum að semja samfélagslegar grínvísur alla daga,“ segir Sesselía en á meðal verkefna dúettsins er að setja upp Sjeikspír eins og hann leggur sig í Leikfélagi Akureyrar.BjarnaverndarnefndHvað gengur að hjá fólki, ég get þetta ekki lengur?Sjá þau ekki í alvöru hvað Bjarni er góður drengur?Þau pískra bara og púa og finna allt til ama, þau geta ekki sætt sig við hans pólitíska frama og grafa því upp smámál eins og Icehot og Panama, eða þetta nýjasta sem mér finnst öllu verra, hvað með þó að pabb’ans hafi kvittað fyrir perra?Og þó Bjarni hafi leynt því kallar ekki á hýðingar, svo hættið þessu, hættið þessu Bjarnaníðingar. #bjarnaverndarnefnd #höfumaðeinslægra Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kolsvartur húmor Sesselíu Ólafsdóttur og Vilhjálms B. Bragasonar hefur vakið mikla athygli. Þau kalla sig vandræðaskáld og semja vísur um lífið, ástina, samfélagið og pólitíkina. Nýlega sendu þau frá sér hárbeitta vísu um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra sem fer sem eldur um sinu á netinu. Vísuna kalla þau Bjarnaverndarnefnd. „Við höfum verið vinir frá því í menntaskóla og vorum bæði að læra úti í London, ég leiklist og leikstjórn í KADA (Kogan Academy of Dramatic Arts) og Vilhjálmur leikritun og leikbókmenntir í RADA (The Royal Academy of Dramatic Art), segir Sesselía og segir þau hafa verið sitt í hvoru lagi að fikta við að semja tónlist. „Í eitt skiptið sem við hittumst ákváðum við að semja lag saman og skemmtum okkur gríðarlega við það. Svo fluttum við á svipuðum tíma heim til Íslands aftur og þá varð nafnið Vandræðaskáld til og í kjölfarið sýningin Útför – saga ambáttar og skattsvikara, þar sem við greindum uppruna okkar Íslendinga. Sú sýning naut mikilla vinsælda og var sýnd lengi á Akureyri og í kjölfarið sýndum við svo í Tjarnarbíói, en þess má til gamans geta að við snúum aftur í Tjarnarbíó nú 21. október með sýninguna Framhjá rauða húsinu og niður stigann,“ segir Sessilía. Sýningin er skrifuð af þeim og leikin í félagi við vinkonu þeirra Birnu Pétursdóttur undir fána atvinnuleikhópsins Umskiptinga og hefur hlotið góða dóma. „Eftir Útför fóru okkur svo að berast fyrirspurnir um veislustjórn og skemmtanir og má eiginlega segja að það hafi undið upp á sig síðan, ekki síst fyrir tilstilli þeirra myndbanda sem við höfum sett á veraldarvefinn, svo sem LÍN og Áramótakveðjunnar,“ segir Vilhjálmur frá. Þau segja vinskap sinn byggjast á ást þeirra á ljóðum. „Við höfum bæði ort frá því að við vorum börn og unglingar og haft mikla ástríðu fyrir flutningi á ljóðum og texta. Tónlistin var svo rökrétt framhald, þar sem það er greiðasta leiðin til að koma textum á framfæri í nútímanum. Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að við yrkjum, stundum sjáum við eitthvað í samfélaginu sem betur mætti fara, stundum er þetta tilraun til þess að fanga einhverja tilfinningu, en umfram allt viljum við skemmta fólki?… og svo auðvitað þetta klassíska: Hvernig veit ég hvað mér finnst fyrr en ég heyri hvað ég hef að segja?“ segir Sesselía. Vilhjálmur segir þeim almennt vel tekið. „Sem sannast ekki síst í því að við höfum aldrei auglýst okkur sem skemmtikrafta eða veislustjóra, heldur hefur fagnaðarerindið breiðst út mann af manni, eins og kynsjúkdómur,“ segir hann. Nú leggja þau í tónleikaferðalag. „Nú erum við að fara af stað með tónleikaferðalagið Vandræðaskáld vega fólk. Við byrjum á Ísafirði og ætlum að koma víða við, þó ekki sé búið að staðfesta allar dagsetningar enn, þar á meðal ekki í Reykjavík. Vega fólk snýst um grunnþætti lífsins, lífið sjálft, ástina og dauðann, þar leikum við okkur líka með margræðni þess að vega fólk, vera vegafólk og að vega fólk og meta,“ segir Vilhjálmur. Þið fylgist grannt með samfélagsumræðunni og gerið grimmt gaman að. Það er væntanlega af nógu að taka? „Já, eiginlega er svo mikið um að vera í samfélaginu að við gætum stöðugt verið að semja um það, en staðreyndin er að við verðum að vera dálítið vandlát til þess að þynna ekki út það sem skiptir mestu máli. Þar fyrir utan erum við líka að vasast í svo mörgu öðru og við hefðum engan tíma til þess ef við værum að semja samfélagslegar grínvísur alla daga,“ segir Sesselía en á meðal verkefna dúettsins er að setja upp Sjeikspír eins og hann leggur sig í Leikfélagi Akureyrar.BjarnaverndarnefndHvað gengur að hjá fólki, ég get þetta ekki lengur?Sjá þau ekki í alvöru hvað Bjarni er góður drengur?Þau pískra bara og púa og finna allt til ama, þau geta ekki sætt sig við hans pólitíska frama og grafa því upp smámál eins og Icehot og Panama, eða þetta nýjasta sem mér finnst öllu verra, hvað með þó að pabb’ans hafi kvittað fyrir perra?Og þó Bjarni hafi leynt því kallar ekki á hýðingar, svo hættið þessu, hættið þessu Bjarnaníðingar. #bjarnaverndarnefnd #höfumaðeinslægra
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira