iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Phil Schiller markaðsstjóri Apple kynnti iPhone X á viðburðinum í dag. Getty images Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag. Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag.
Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15
Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30