Englandsmeistararnir sýndu enga miskunn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 20:30 Chelsea bauð upp á markaveislu þegar liðið mætti Qarabag frá Aserbaísjan í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Qarabag í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hann fór illa. Lokatölur 6-0, Chelsea í vil. Eins og tölurnar gefa til kynna áttu Aserarnir ekki möguleika gegn Englandsmeisturunum sem léku við hvern sinn fingur. Pedro Rodríguez, Davide Zappacosta, Cesar Azpilicueta, Tiémoué Bakayoko og Michy Batshuayi skoruðu sitt markið hvor og þá gerði varnarmaður Qarabag sjálfsmark. Öruggur sigur Chelsea staðreynd og liðið fer vel af stað í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu
Chelsea bauð upp á markaveislu þegar liðið mætti Qarabag frá Aserbaísjan í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Qarabag í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hann fór illa. Lokatölur 6-0, Chelsea í vil. Eins og tölurnar gefa til kynna áttu Aserarnir ekki möguleika gegn Englandsmeisturunum sem léku við hvern sinn fingur. Pedro Rodríguez, Davide Zappacosta, Cesar Azpilicueta, Tiémoué Bakayoko og Michy Batshuayi skoruðu sitt markið hvor og þá gerði varnarmaður Qarabag sjálfsmark. Öruggur sigur Chelsea staðreynd og liðið fer vel af stað í Meistaradeildinni.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti