Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2017 17:00 Mynd af Sölva Blöndal og David Giberga, head of A&R hjá 300 Entertainment, tekin í New York á dögunum. Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru. Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru.
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira