Í frumvarpinu er lagt til að útvarpsgjaldið verði hækkað úr 16.800 krónum í 17.200 krónur eða sem nemur 2,2% í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar.

Útvarpsgjaldið var árið 2015 lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Árið eftir var það síðan lækkað niður í 16.400 krónur og hefur það farið hækkandi síðan.