Snjómokstur og útblástur: Bifvélavirkjameistari segir mikilvægt að moka fyrst frá pústinu Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2017 21:00 Bifvélavirkjameistarinn Guðmundur Ingi Skúlason, framkvæmdastjóri vélaverkstæðisins Kistufells, segir að ávallt eigi að moka snjónum fyrst frá pústi bíla. Hann segir alveg ljóst að útblástur geti borist inn í bíla. Guðmundur Ingi ræddi snjómokstur og útblástur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Frétt af hinni eins árs gömlu Lovísu vakti mikla athygli í vikunni en Kristín Hafsteinsdóttir, móðir Lovísu, sagði hana hafa verið hætt komna á meðan maðurinn hennar mokaði frá bílnum eftir snjókomuna miklu aðfaranótt sunnudagsins. Lovísu hafði verið komið fyrir í bílnum á meðan og eftir nokkra stund kom maðurinn að henni þar sem hún sat grafkyrr í bílstólnum, með lokuð augun, svo hann hélt að hún væri sofnuð. „Þegar hann opnar bílhurðina til þess að hleypa stráknum inn í bílinn kemur á móti honum útblásturslykt frá bílnum,“ sagði í færslu Kristínar, en snjórinn hafði þá lokað fyrir púströr bílsins svo að útblásturinn barst inn í bílinn. Eftir að fréttin birtist hefur mikið verið rætt um hvort það sé yfir höfuð hægt að útblástur berist inn í bíla.Getur borist inn í bíla Guðmundur Ingi segir alveg ljóst að útblásturinn geti borist inn í bíla líkt og þarna er lýst. „Klárlega getur útblásturinn farið inn í bíl. Bæði eins og var nefnt í gömlum bílum, þá geta þeir verið misþéttir og þetta leitar inn af því að ef útblásturinn kemst ekki greiða leið í burtu frá bílnum. Svo leitar þetta undir bílinn, því væntanlega eru holrúm undir bílnum. Þar er enginn snjór, þetta leitar fram upp undir vélina, þar sem að miðstöðin dregur inn loft. Þá á þetta greiða leið beint inn í bíl.“Hvernig er best að haga sér ef menn lenda í þessari aðstöðu? „Sjálfsagt þarf að moka beint frá pústinu. En þetta er eins og við höfum orðið varir við sem vinnum við þetta, ef menn setja bíl í gang inni, setja ekki útblásturskerfið á, þá eru menn fljótir að finna fyrir höfuðverk og slappleika. Þetta getur alveg leitað inn í óþétta bíla,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að í miklum stillum fari útblásturinn inn í gegnum miðstöðina. Hlusta má á viðtalið við heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Dóttir Kristínar í mikilli hættu þegar snjór stíflaði púströr Kristín Hafsteinsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni að eins árs dóttir hennar hafi verið hætt komin í gær. 27. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Bifvélavirkjameistarinn Guðmundur Ingi Skúlason, framkvæmdastjóri vélaverkstæðisins Kistufells, segir að ávallt eigi að moka snjónum fyrst frá pústi bíla. Hann segir alveg ljóst að útblástur geti borist inn í bíla. Guðmundur Ingi ræddi snjómokstur og útblástur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Frétt af hinni eins árs gömlu Lovísu vakti mikla athygli í vikunni en Kristín Hafsteinsdóttir, móðir Lovísu, sagði hana hafa verið hætt komna á meðan maðurinn hennar mokaði frá bílnum eftir snjókomuna miklu aðfaranótt sunnudagsins. Lovísu hafði verið komið fyrir í bílnum á meðan og eftir nokkra stund kom maðurinn að henni þar sem hún sat grafkyrr í bílstólnum, með lokuð augun, svo hann hélt að hún væri sofnuð. „Þegar hann opnar bílhurðina til þess að hleypa stráknum inn í bílinn kemur á móti honum útblásturslykt frá bílnum,“ sagði í færslu Kristínar, en snjórinn hafði þá lokað fyrir púströr bílsins svo að útblásturinn barst inn í bílinn. Eftir að fréttin birtist hefur mikið verið rætt um hvort það sé yfir höfuð hægt að útblástur berist inn í bíla.Getur borist inn í bíla Guðmundur Ingi segir alveg ljóst að útblásturinn geti borist inn í bíla líkt og þarna er lýst. „Klárlega getur útblásturinn farið inn í bíl. Bæði eins og var nefnt í gömlum bílum, þá geta þeir verið misþéttir og þetta leitar inn af því að ef útblásturinn kemst ekki greiða leið í burtu frá bílnum. Svo leitar þetta undir bílinn, því væntanlega eru holrúm undir bílnum. Þar er enginn snjór, þetta leitar fram upp undir vélina, þar sem að miðstöðin dregur inn loft. Þá á þetta greiða leið beint inn í bíl.“Hvernig er best að haga sér ef menn lenda í þessari aðstöðu? „Sjálfsagt þarf að moka beint frá pústinu. En þetta er eins og við höfum orðið varir við sem vinnum við þetta, ef menn setja bíl í gang inni, setja ekki útblásturskerfið á, þá eru menn fljótir að finna fyrir höfuðverk og slappleika. Þetta getur alveg leitað inn í óþétta bíla,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að í miklum stillum fari útblásturinn inn í gegnum miðstöðina. Hlusta má á viðtalið við heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Dóttir Kristínar í mikilli hættu þegar snjór stíflaði púströr Kristín Hafsteinsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni að eins árs dóttir hennar hafi verið hætt komin í gær. 27. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Dóttir Kristínar í mikilli hættu þegar snjór stíflaði púströr Kristín Hafsteinsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni að eins árs dóttir hennar hafi verið hætt komin í gær. 27. febrúar 2017 15:45