Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. mars 2017 19:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira