Útvarpskona rekin fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 14:05 Katie Hopkins (til hægri) á haustþingi UKIP árið 2015. Vísir/Getty Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira