Fékk fyrir hjartað og þar með tíma til að skrifa bók Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2017 10:00 Stefán Sturla hefur sent frá sér fyrsta reyfarann. Mynd/Sigurður Mar Fuglaskoðarinn er ný bók eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson leikara. Eftir hann liggja tvær barnabækur og eitt spurningaspil en Fuglaskoðarinn er fyrsti krimminn. „Þetta er fyrsta fullorðinsbókin mín og hún er glæpasaga,“ segir Stefán, sem er einnig leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. „Mér og konu minni, Petru Högnäs, þykir báðum gaman að lesa reyfara og höfðum fíflast með að við þyrftum að skrifa saman bók. Petra er í þannig vinnu að hún hefur ekki mikinn extratíma en fyrir þremur árum fékk ég fyrir hjartað og þurfti að fara í aðgerð og þegar ég var að ná mér eftir það sleit ég hásinina á fótboltaæfingu þannig að samanlagt var ég við rúmið í heilt ár. Þá sat ég með tölvuna á hnjánum og skrifaði og þessi saga varð til.“ Áður hefur Stefán Sturla gefið út tvær barnabækur um Trjálf, fígúru sem hann var með í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um tíma. Einnig var hann ritstjóri Íslandsspils sem kom út 2002. Hann kveðst hafa sent Gísla Má hjá bókaútgáfunni Ormstungu handritið að Fuglaskoðaranum. „Gísli hringdi í mig stuttu síðar og sagði: „Stefán, ég er búinn að vera í pásu í útgáfu í nokkur ár og ég hef aldrei gefið út glæpareyfara.“ Þá bjóst ég við að hann segði næst: Þakka þér samt kærlega fyrir – en þá kom: „En ég ætla að gefa út þessa bók.“ Ég var mjög hamingjusamur með það. Bókarkápan er eftir Gísla Má og samstarfið við hann hefði ekki getað verið betra.“Stefán Sturla dvelur nú á Höfn en á heima í Finnlandi. „Ég á fjölskyldu í Finnlandi, konu og tvö börn. Við búum í Vasa og eigum líka lítinn hobbíbúgarð, erum með íslenska hesta og hund og kött,“ lýsir hann en hvað er hann að gera á Hornafirði? „Ég hef umsjón með lista- og menningarsviði framhaldsskólans. Skólinn stendur að veglegum leiksýningum og ég var hér síðasta vetur að leikstýra. Nú er bók Astrid Lindgren, Ronja ræningjadóttir, tekin fyrir í félagsvísindum, bókmenntum, tónlist, myndlist, sviðslist, sönglist og kvikmyndagerð og á vetrarönninni verður gerð sýning út frá henni, annaðhvort okkar eigin leikgerð eða minni sýningar. Það er á hendi nemenda. Á vorönn fá svo nemendur að standa að fleiri listviðburðum. Þetta starf leiði ég.“ En skyldi hann eitthvað fá að starfa að sviðslistum í Finnlandi? „Já, ég hef fengið að leika og leikstýra, bæði í sænsku- og finnskumælandi leikhúsum, reyndar ekki leika á finnsku. En síðustu tvö ár hef ég mest unnið með Rauða krossinum við að reyna að koma rútínu á líf flóttamanna og hjálpa þeim með sínar daglegu þarfir.“ Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fuglaskoðarinn er ný bók eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson leikara. Eftir hann liggja tvær barnabækur og eitt spurningaspil en Fuglaskoðarinn er fyrsti krimminn. „Þetta er fyrsta fullorðinsbókin mín og hún er glæpasaga,“ segir Stefán, sem er einnig leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. „Mér og konu minni, Petru Högnäs, þykir báðum gaman að lesa reyfara og höfðum fíflast með að við þyrftum að skrifa saman bók. Petra er í þannig vinnu að hún hefur ekki mikinn extratíma en fyrir þremur árum fékk ég fyrir hjartað og þurfti að fara í aðgerð og þegar ég var að ná mér eftir það sleit ég hásinina á fótboltaæfingu þannig að samanlagt var ég við rúmið í heilt ár. Þá sat ég með tölvuna á hnjánum og skrifaði og þessi saga varð til.“ Áður hefur Stefán Sturla gefið út tvær barnabækur um Trjálf, fígúru sem hann var með í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um tíma. Einnig var hann ritstjóri Íslandsspils sem kom út 2002. Hann kveðst hafa sent Gísla Má hjá bókaútgáfunni Ormstungu handritið að Fuglaskoðaranum. „Gísli hringdi í mig stuttu síðar og sagði: „Stefán, ég er búinn að vera í pásu í útgáfu í nokkur ár og ég hef aldrei gefið út glæpareyfara.“ Þá bjóst ég við að hann segði næst: Þakka þér samt kærlega fyrir – en þá kom: „En ég ætla að gefa út þessa bók.“ Ég var mjög hamingjusamur með það. Bókarkápan er eftir Gísla Má og samstarfið við hann hefði ekki getað verið betra.“Stefán Sturla dvelur nú á Höfn en á heima í Finnlandi. „Ég á fjölskyldu í Finnlandi, konu og tvö börn. Við búum í Vasa og eigum líka lítinn hobbíbúgarð, erum með íslenska hesta og hund og kött,“ lýsir hann en hvað er hann að gera á Hornafirði? „Ég hef umsjón með lista- og menningarsviði framhaldsskólans. Skólinn stendur að veglegum leiksýningum og ég var hér síðasta vetur að leikstýra. Nú er bók Astrid Lindgren, Ronja ræningjadóttir, tekin fyrir í félagsvísindum, bókmenntum, tónlist, myndlist, sviðslist, sönglist og kvikmyndagerð og á vetrarönninni verður gerð sýning út frá henni, annaðhvort okkar eigin leikgerð eða minni sýningar. Það er á hendi nemenda. Á vorönn fá svo nemendur að standa að fleiri listviðburðum. Þetta starf leiði ég.“ En skyldi hann eitthvað fá að starfa að sviðslistum í Finnlandi? „Já, ég hef fengið að leika og leikstýra, bæði í sænsku- og finnskumælandi leikhúsum, reyndar ekki leika á finnsku. En síðustu tvö ár hef ég mest unnið með Rauða krossinum við að reyna að koma rútínu á líf flóttamanna og hjálpa þeim með sínar daglegu þarfir.“
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira