Gylfi æfði með sínu nýja félagi um helgina en Ronald Koeman, stjóri Everton, hafði ekki áhyggjur af því að Gylfi hafði lengst af ekki spilað með Swansea á undirbúningstímabilinu.
„Hann fær mínútur í næstu viku,“ sagði hann þá. „Þetta er erfið vika og hann mun fá hlutverk í öllum þremur leikjunum okkar.“
Everton mætir Hajduk Split á útivelli í Evrópudeild UEFA á fimmtudag en fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri Everton.
Hér fyrir neðan má sjá upphitunarmyndband fyrir leikinn í kvöld.