Öryrkjar eru ekki óþokkar Ívar Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Ég þekki ekki marga sem hafa verið skilgreindir sem öryrkjar, sem eru sáttir við nafnbótina. Raunar þekki ég engan þannig. Ekki margir vita nákvæmlega hvað orðið „öryrki“ þýðir. Í slangurorðabókinni er öryrki skilgreindur sem maður sem fljótur er að yrkja ljóð. Ef þetta væri hin rétta og raunverulega skilgreining hugtaksins, áliti maður hugsanlega talsverðan heiður að kallast öryrki. En það er lítill heiður sem felst í því að vera kallaður öryrki í dag. Ég veit af eigin raun að fyrir marga er álíka erfitt að segjast vera öryrki eins og að segjast vera með kynsjúkdóm. Ef ég skil þetta rétt táknar orðið „öryrki“ manneskju sem yrkir/vinnur ekki mikið (sbr. að yrkja akur) sökum hamlandi ástands líkama eða sálar – oft þá vegna slyss, veikinda eða áfalls. Bragur orðsins er að mínu mati neikvæður þar sem áherslan er fyrst og fremst lögð á það sem einstaklingurinn getur ekki gert. Í hvert sinn sem einstaklingur með takmarkaða starfsgetu segir að hann sé öryrki, er hann í raun og veru að segja að hann geti lítið lagt af mörkum. „Ég er öryrki – það eru ekki mikil not af mér.“ Það er lítil hvatning í slíkum titli. Betra væri að taka bara trygginga-lingóið á þetta og skilgreina þá sem skerta starfsorku hafa, sem tjónþola í endurhæfingu. Staðreyndin er því miður sú að kerfið hefur króað tjónþola (öryrkja) af í fjarlægi horni samfélagsins, og telur sig hjartagott þegar það hendir í þá brauðskorpum. Á meðan fá þeir sem heppnari eru, og þurfa ekki að upplifa alvarleg slys, veikindi eða áföll feita „kjúklingasamloku með hunangssósu.“ Einstaklingar sem þurfa að viðurkenna örorku eftir að hafa gengið í gegnum slys, hrörnun eða andlegt áfall, upplifa margir því miður útlegð frá samfélagi því sem þeir hafa þó samviskusamlega tekið þátt í að byggja upp og notið þess að vera virkur hluti af. Kerfið okkar virðist meira að segja tryggja að fórnarlömb áfalla sem draga til örorku fái sem minnstan framfærslueyrir. Eins og að eitt áfall sé ekki nóg! Fyrir þetta fólk er nú annað hvort að naga brauðskorpur í boði ríkisins eða fara út á vinnumarkaðinn með fötlun sína sem frískir einstaklingar væru. Mér ofbauð þegar ég heyrði eldri hjón á bótum segja mér að þau gætu ekki selt sumarbústaðinn sinn vegna þess að þá misstu þau bæturnar sínar. Þau verða sem sagt fyrst að “éta” upp bústaðinn sem þau eru löngu búin að borga fyrir áður en þau fá bætur á ný! Ekki missi ég laun þótt ég selji húsið mitt. Þetta er ósanngjarnt! Staðreyndin er þó sú að þetta fólk hefur í raun ekkert val. Fatlað fólk á mjög erfitt með að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Þessir einstaklingar standa ekki jafnfætis heilbrigðum umsækjendum. Þetta ágæta fólk þarf sárlega á aðstoð og uppörvun að halda frá kerfi því sem á að annast það á ögurstundu. En í stað stuðnings og hvatningar týnist það í útjaðri atvinnulífsins þar sem það upplifir reglulega tortryggni og efasemdir opinberra starfsmanna í sinn garð. Það er þetta þögla en undirliggjandi vantraust til öryrkja sem bergmálar um allt; vítt og breitt í samfélagi okkar. Kerfið okkar hefur áorkað að mála vafasama mynd af öryrkjum og í kjölfarið eru þeir af of mörgum álitnir tortryggilegir og óheiðarlegir einstaklingar. Aðgerðir yfirvalda virðast fyrst og fremst hafa það að marki að fyrirbyggja að öryrkjar geti svindlað á kerfinu eða misnotað það. Þetta hefur þróast þannig að í huga margra eru tjónþolar ekkert nema óheiðarlegir tækifærissinnar sem ekki nenna að vinna – vilja bara sleikja ríkisspenann á kostnað hinna heilbrigðu og harðduglegu. Það virðist vera meira eftirlit með öryrkjum en siðspilltum viðskiptavíkingum sem komast upp með að ræna úr ríkiskössum og bankahólfum um hábjartan dag og njóta svo þar að auki hárra bónusa fyrir að “vinna vinnuna sína.” Kerfið okkar virðist því miður ekki vinna í þágu þeirra sem minna mega sín. Kerfið er letjandi – alls ekki hvetjandi. Ég þekki góða Íslendinga sem myndu ekkert frekar vilja, en að geta stundað áfram þá vinnu sem þeir þurftu að yfirgefa skyndilega vegna slyss, veikinda eða verulegra áfalla. Þessir einstaklingar verða að bíta í gallsúrt eplið og þiggja skammarlega lágar örorkubætur, þar til að það vonandi kemur einhvern veginn undir sig fótunum á ný. Á meðan þetta fólk veður á móti vindi, gegnum víti og voða til að ná aftur fullri starfsorku með aðstoð þeirra lúsarlauna sem ríkið greiðir með semingi, standa kærulausir og vel launaðir ráðamenn hjá og drepa tittlinga. Kerfið þarf að leggja sig fram um að finna leiðir til að hjálpa heiðarlegu og duglegu fólki sem lent hefur í áföllum, að fikra sig aftur inn á fyrra eða sambærilegt starfssvið, á þeim hraða sem það sjálft ræður við. Ég veit t.d. um sjúkraliða sem hefur þurft að horfast í augu við örorku, á sína góðu og slæmu daga, eftir að glíma hófst við ákveðinn sjúkdóm. Hann vildi gjarna starfa við aðhlynningu sjúkra á sínum góðu dögum; lyfta upp eigin sál og finna sig hluta af samfélagi sem ætti að standa saman um jafnrétti og jafna möguleika allra landsmanna. Að fá tækifæri til að sanna sig og taka þátt í atvinnulífinu eftir bestu getu hvetur fólk til dáða og hjálpar því að sigrast á risunum sem á vegi þess verða á lífsleiðinni. Hvatning er ekki síður nauðsynleg öryrkjum en íþróttafólki. Árangur næst þegar traust, stuðningur, samstaða og hvatning er fyrir hendi. En það stendur tjónþolum víst ekki almennt til boða að þiggja bætur og stunda vinnu á sama tíma. Það stendur ekki til boða að fikra sig jafnt og þétt inn á vinnumarkaðinn og um leið efla sjálfstraust og hugsanlega sniðganga óþarfa og alvarlegt þunglyndi. Vinnuframlag virðist almennt ekki vera skilgreint sem nauðsynlegur þáttur í bataferli tjónþola. „Já, annað hvort hangir þetta fólk bara á rassinum heima hjá sér eða hunskast til að vinna eins og við hin!“, er hins vegar því miður viðhorf allt of margra í dag. Þeir sem hanna kerfið virðast ekki átta sig á að kerfið sem á að hlúa að þeim sem lenda í alvarlegum áföllum, er að beina góðum samfélagsþegnum inn á braut sem liggur inn í dimman dal vonleysis og þunglyndis. Á þessari braut reynist bataferlið lengra, erfiðara og óyfirstíganlegra. Kerfið bægslast við að spara peninga á einum endanum með því að fyrirbyggja örorkusvik “óheiðarlegra öryrkja”, en situr svo í staðinn uppi með gífurlegan kostnað vegna einstaklinga sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma, sjálfsvígshugsanir og þunglyndi í kjölfar þeirra þrenginga sem umönnunarkerfið sjálft skapar með afskiptaleysi sínu. Þegar ég fletti í gegnum Tekjublað Frjálsrar Verslunar þar sem tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga víðs vegar af landinu voru opinberaðar sá ég ekki neins staðar flokk yfir öryrkja. Ég hefði gjarnan viljað sjá tekjur tjónþola bornar saman við laun forstjóra, fjölmiðlamanna, verslunarmanna og ýmissa annara launþega úr atvinnulífinu. Auðvitað hefði það verið hálf vandræðalegt – en ekki má gleyma því að öryrkjar landsins voru forstjórar, fjölmiðlamenn og verslunarmenn sem myndu sárlega vilja nota hæfileika sína áfram, í stað þess að sitja bótabundnir í báða skó heima. Þetta fólk stendur jafnvel frammi fyrir því að þurfa mitt í ólgusjó örorkunnar, að fjármagna fjölskyldureksturinn með aðeins fjórðung þeirra launa sem það var með fyrir hið ófyrirséða áfall. Ég hef ætíð sagt börnunum mínum að svo lengi sem þau geri sitt besta í þeim aðstæðum sem þau lenda í á lífsleiðinni, verði ég alltaf sáttur við útkomuna – hversu góð eða slæm sem hún svo raunverulega reynist vera. Mér finnst rétt að öryrkjar fái sömu tækifæri og allir aðrir til að standa sig. Það á aldrei að finnast að því sé refsað fyrir örorku sína, eða fyrir að gera sitt besta fyrir samfélagið. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa á mun meiri hjálp og skilningi að halda en þeir fá í dag. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa tækifæri til að feta sig örugglega aftur inn á braut atvinnulífsins. Öryrkjar eru tjónþolar sem verðskulda virðingu okkar í verki. Öryrkjar eru ekki óþokkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég þekki ekki marga sem hafa verið skilgreindir sem öryrkjar, sem eru sáttir við nafnbótina. Raunar þekki ég engan þannig. Ekki margir vita nákvæmlega hvað orðið „öryrki“ þýðir. Í slangurorðabókinni er öryrki skilgreindur sem maður sem fljótur er að yrkja ljóð. Ef þetta væri hin rétta og raunverulega skilgreining hugtaksins, áliti maður hugsanlega talsverðan heiður að kallast öryrki. En það er lítill heiður sem felst í því að vera kallaður öryrki í dag. Ég veit af eigin raun að fyrir marga er álíka erfitt að segjast vera öryrki eins og að segjast vera með kynsjúkdóm. Ef ég skil þetta rétt táknar orðið „öryrki“ manneskju sem yrkir/vinnur ekki mikið (sbr. að yrkja akur) sökum hamlandi ástands líkama eða sálar – oft þá vegna slyss, veikinda eða áfalls. Bragur orðsins er að mínu mati neikvæður þar sem áherslan er fyrst og fremst lögð á það sem einstaklingurinn getur ekki gert. Í hvert sinn sem einstaklingur með takmarkaða starfsgetu segir að hann sé öryrki, er hann í raun og veru að segja að hann geti lítið lagt af mörkum. „Ég er öryrki – það eru ekki mikil not af mér.“ Það er lítil hvatning í slíkum titli. Betra væri að taka bara trygginga-lingóið á þetta og skilgreina þá sem skerta starfsorku hafa, sem tjónþola í endurhæfingu. Staðreyndin er því miður sú að kerfið hefur króað tjónþola (öryrkja) af í fjarlægi horni samfélagsins, og telur sig hjartagott þegar það hendir í þá brauðskorpum. Á meðan fá þeir sem heppnari eru, og þurfa ekki að upplifa alvarleg slys, veikindi eða áföll feita „kjúklingasamloku með hunangssósu.“ Einstaklingar sem þurfa að viðurkenna örorku eftir að hafa gengið í gegnum slys, hrörnun eða andlegt áfall, upplifa margir því miður útlegð frá samfélagi því sem þeir hafa þó samviskusamlega tekið þátt í að byggja upp og notið þess að vera virkur hluti af. Kerfið okkar virðist meira að segja tryggja að fórnarlömb áfalla sem draga til örorku fái sem minnstan framfærslueyrir. Eins og að eitt áfall sé ekki nóg! Fyrir þetta fólk er nú annað hvort að naga brauðskorpur í boði ríkisins eða fara út á vinnumarkaðinn með fötlun sína sem frískir einstaklingar væru. Mér ofbauð þegar ég heyrði eldri hjón á bótum segja mér að þau gætu ekki selt sumarbústaðinn sinn vegna þess að þá misstu þau bæturnar sínar. Þau verða sem sagt fyrst að “éta” upp bústaðinn sem þau eru löngu búin að borga fyrir áður en þau fá bætur á ný! Ekki missi ég laun þótt ég selji húsið mitt. Þetta er ósanngjarnt! Staðreyndin er þó sú að þetta fólk hefur í raun ekkert val. Fatlað fólk á mjög erfitt með að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Þessir einstaklingar standa ekki jafnfætis heilbrigðum umsækjendum. Þetta ágæta fólk þarf sárlega á aðstoð og uppörvun að halda frá kerfi því sem á að annast það á ögurstundu. En í stað stuðnings og hvatningar týnist það í útjaðri atvinnulífsins þar sem það upplifir reglulega tortryggni og efasemdir opinberra starfsmanna í sinn garð. Það er þetta þögla en undirliggjandi vantraust til öryrkja sem bergmálar um allt; vítt og breitt í samfélagi okkar. Kerfið okkar hefur áorkað að mála vafasama mynd af öryrkjum og í kjölfarið eru þeir af of mörgum álitnir tortryggilegir og óheiðarlegir einstaklingar. Aðgerðir yfirvalda virðast fyrst og fremst hafa það að marki að fyrirbyggja að öryrkjar geti svindlað á kerfinu eða misnotað það. Þetta hefur þróast þannig að í huga margra eru tjónþolar ekkert nema óheiðarlegir tækifærissinnar sem ekki nenna að vinna – vilja bara sleikja ríkisspenann á kostnað hinna heilbrigðu og harðduglegu. Það virðist vera meira eftirlit með öryrkjum en siðspilltum viðskiptavíkingum sem komast upp með að ræna úr ríkiskössum og bankahólfum um hábjartan dag og njóta svo þar að auki hárra bónusa fyrir að “vinna vinnuna sína.” Kerfið okkar virðist því miður ekki vinna í þágu þeirra sem minna mega sín. Kerfið er letjandi – alls ekki hvetjandi. Ég þekki góða Íslendinga sem myndu ekkert frekar vilja, en að geta stundað áfram þá vinnu sem þeir þurftu að yfirgefa skyndilega vegna slyss, veikinda eða verulegra áfalla. Þessir einstaklingar verða að bíta í gallsúrt eplið og þiggja skammarlega lágar örorkubætur, þar til að það vonandi kemur einhvern veginn undir sig fótunum á ný. Á meðan þetta fólk veður á móti vindi, gegnum víti og voða til að ná aftur fullri starfsorku með aðstoð þeirra lúsarlauna sem ríkið greiðir með semingi, standa kærulausir og vel launaðir ráðamenn hjá og drepa tittlinga. Kerfið þarf að leggja sig fram um að finna leiðir til að hjálpa heiðarlegu og duglegu fólki sem lent hefur í áföllum, að fikra sig aftur inn á fyrra eða sambærilegt starfssvið, á þeim hraða sem það sjálft ræður við. Ég veit t.d. um sjúkraliða sem hefur þurft að horfast í augu við örorku, á sína góðu og slæmu daga, eftir að glíma hófst við ákveðinn sjúkdóm. Hann vildi gjarna starfa við aðhlynningu sjúkra á sínum góðu dögum; lyfta upp eigin sál og finna sig hluta af samfélagi sem ætti að standa saman um jafnrétti og jafna möguleika allra landsmanna. Að fá tækifæri til að sanna sig og taka þátt í atvinnulífinu eftir bestu getu hvetur fólk til dáða og hjálpar því að sigrast á risunum sem á vegi þess verða á lífsleiðinni. Hvatning er ekki síður nauðsynleg öryrkjum en íþróttafólki. Árangur næst þegar traust, stuðningur, samstaða og hvatning er fyrir hendi. En það stendur tjónþolum víst ekki almennt til boða að þiggja bætur og stunda vinnu á sama tíma. Það stendur ekki til boða að fikra sig jafnt og þétt inn á vinnumarkaðinn og um leið efla sjálfstraust og hugsanlega sniðganga óþarfa og alvarlegt þunglyndi. Vinnuframlag virðist almennt ekki vera skilgreint sem nauðsynlegur þáttur í bataferli tjónþola. „Já, annað hvort hangir þetta fólk bara á rassinum heima hjá sér eða hunskast til að vinna eins og við hin!“, er hins vegar því miður viðhorf allt of margra í dag. Þeir sem hanna kerfið virðast ekki átta sig á að kerfið sem á að hlúa að þeim sem lenda í alvarlegum áföllum, er að beina góðum samfélagsþegnum inn á braut sem liggur inn í dimman dal vonleysis og þunglyndis. Á þessari braut reynist bataferlið lengra, erfiðara og óyfirstíganlegra. Kerfið bægslast við að spara peninga á einum endanum með því að fyrirbyggja örorkusvik “óheiðarlegra öryrkja”, en situr svo í staðinn uppi með gífurlegan kostnað vegna einstaklinga sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma, sjálfsvígshugsanir og þunglyndi í kjölfar þeirra þrenginga sem umönnunarkerfið sjálft skapar með afskiptaleysi sínu. Þegar ég fletti í gegnum Tekjublað Frjálsrar Verslunar þar sem tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga víðs vegar af landinu voru opinberaðar sá ég ekki neins staðar flokk yfir öryrkja. Ég hefði gjarnan viljað sjá tekjur tjónþola bornar saman við laun forstjóra, fjölmiðlamanna, verslunarmanna og ýmissa annara launþega úr atvinnulífinu. Auðvitað hefði það verið hálf vandræðalegt – en ekki má gleyma því að öryrkjar landsins voru forstjórar, fjölmiðlamenn og verslunarmenn sem myndu sárlega vilja nota hæfileika sína áfram, í stað þess að sitja bótabundnir í báða skó heima. Þetta fólk stendur jafnvel frammi fyrir því að þurfa mitt í ólgusjó örorkunnar, að fjármagna fjölskyldureksturinn með aðeins fjórðung þeirra launa sem það var með fyrir hið ófyrirséða áfall. Ég hef ætíð sagt börnunum mínum að svo lengi sem þau geri sitt besta í þeim aðstæðum sem þau lenda í á lífsleiðinni, verði ég alltaf sáttur við útkomuna – hversu góð eða slæm sem hún svo raunverulega reynist vera. Mér finnst rétt að öryrkjar fái sömu tækifæri og allir aðrir til að standa sig. Það á aldrei að finnast að því sé refsað fyrir örorku sína, eða fyrir að gera sitt besta fyrir samfélagið. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa á mun meiri hjálp og skilningi að halda en þeir fá í dag. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa tækifæri til að feta sig örugglega aftur inn á braut atvinnulífsins. Öryrkjar eru tjónþolar sem verðskulda virðingu okkar í verki. Öryrkjar eru ekki óþokkar!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun