Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 08:00 Serena Williams hefur unnið 23 risatitla eða fleiri en nokkur önnur kona. vísir/getty Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT
Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira