Vændis- og klámfrí hótel í Reykjavík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. Vísir/getty Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarnefndar í Reykjavík, segir óásættanlega lítið gert í því að stemma stigu við vændi í Reykjavík. Tvö ár eru liðin síðan greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði vísbendingar um að mansal tengdist kynlífsþjónustu á kampavínsklúbbum í Reykjavík og að ýmislegt benti til þess að vændisþjónusta þrífist í kringum þessa staði. Lögreglu hefur ekki miðað áfram í rannsóknum sínum frá því að skýrslan kom út en í henni kom einnig fram það álit lögreglu að konurnar væru jafnan ófúsar til samstarfs við lögreglu sem torveldaði rannsóknir. „Lögreglan á sæti í ofbeldisvarnarnefnd og ég lít á það sem sameiginlegt verkefni okkar að finna leið til þess að takast á við vandamálið, mér finnst gæta breyttra viðhorfa hjá lögreglunni og er bjartsýn,“ segir Heiða.Kynferðisglæpir á hótelumHeiða segir ofbeldisvarnarnefnd fylgjast vel með tilkynningum um kynferðisofbeldi og glæpi til lögreglu. „Það er sjáanleg aukning hjá Neyðarmóttökunni og í því samhengi þá eru kynferðisglæpir að færast í auknum mæli inn á hótel og gististaði. Samt ítreka ég að þessir glæpir eru enn helst framdir í heimahúsi, af einhverjum sem þolandi jafnvel þekkir. En við viljum samt bregðast við þessu. Viljum fræðslu til hótel- og gistihúsarekenda.“ Heiða Björg HilmisdóttirNú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. „Mér finnst þetta góð leið. Þetta hefur verið gert í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Scandic-hótelin hafa til dæmis lýst þessu yfir og fleiri stórar hótelkeðjur. Hótelin taka þannig samfélagslega ábyrgð, fræða starfsfólk sitt og láta gesti vita.“Hvað með þolendur, þarf ekki fyrst og fremst að vernda þá? Fara þeir ekki bara undir yfirborðið?„Jú, það þarf að vera stefnan að aðstoða þolendur og að bjóða góða hjálp fyrir þá. Það er markmið nýrrar miðstöðvar, Bjarkahlíðar, sem var opnuð fyrr á árinu. Vændi í Airbnb-íbúðum er til dæmis hugsanlega vandamál í Reykjavík. Það er bara enginn sem veit hvort og hvernig íbúðirnar eru í útleigu. Það er erfitt að koma við eftirliti og veita þolendum aðstoð,“ segir Heiða sem segir þörf á því að framkvæma allsherjar skoðun á kynferðisofbeldi og vændi í Reykjavík út frá þolendum þess. „En við þurfum líka að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þá helst með fræðslu og góðu eftirliti og löggæslu. Ef það er ekki gert þá verða til aðstæður fyrir mansal,“ segir Heiða. „Okkur finnst staðan í dag óásættanleg og ætlum að gera eitthvað í þessu, við finnum líka fyrir breyttu viðhorfi innan lögreglunnar til þessa málaflokks.“Erfið sönnunarbyrði„Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við þessari starfsemi, segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sönnunarbyrðin er ansi erfið. Það er óhætt að segja það að þeir einstaklingar sem grunur leikur á að séu í vændi, að það hefur ekki náðst að sanna það. Þá er erfitt að ná til þeirra sem grunur leikur á að séu í vændi og þessi mál eru oft þung,“ segir Grímur sem segir enn erfiðara að ná til mögulegra þolenda þegar grunur leikur á kynlífsmansali. „Oft koma þeir einstaklingar frá svæðum þar sem lítið traust er til lögreglu og yfirvalda. En þótt hlutirnir séu erfiðir og málin þung þá þarf að finna leið til að nálgast þessar rannsóknir. Ég tek undir með Heiðu, það er tilefni til þess að fara ofan í kjölinn á þessum málum og skoða eftir það hvaða aðgerða er þörf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarnefndar í Reykjavík, segir óásættanlega lítið gert í því að stemma stigu við vændi í Reykjavík. Tvö ár eru liðin síðan greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði vísbendingar um að mansal tengdist kynlífsþjónustu á kampavínsklúbbum í Reykjavík og að ýmislegt benti til þess að vændisþjónusta þrífist í kringum þessa staði. Lögreglu hefur ekki miðað áfram í rannsóknum sínum frá því að skýrslan kom út en í henni kom einnig fram það álit lögreglu að konurnar væru jafnan ófúsar til samstarfs við lögreglu sem torveldaði rannsóknir. „Lögreglan á sæti í ofbeldisvarnarnefnd og ég lít á það sem sameiginlegt verkefni okkar að finna leið til þess að takast á við vandamálið, mér finnst gæta breyttra viðhorfa hjá lögreglunni og er bjartsýn,“ segir Heiða.Kynferðisglæpir á hótelumHeiða segir ofbeldisvarnarnefnd fylgjast vel með tilkynningum um kynferðisofbeldi og glæpi til lögreglu. „Það er sjáanleg aukning hjá Neyðarmóttökunni og í því samhengi þá eru kynferðisglæpir að færast í auknum mæli inn á hótel og gististaði. Samt ítreka ég að þessir glæpir eru enn helst framdir í heimahúsi, af einhverjum sem þolandi jafnvel þekkir. En við viljum samt bregðast við þessu. Viljum fræðslu til hótel- og gistihúsarekenda.“ Heiða Björg HilmisdóttirNú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. „Mér finnst þetta góð leið. Þetta hefur verið gert í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Scandic-hótelin hafa til dæmis lýst þessu yfir og fleiri stórar hótelkeðjur. Hótelin taka þannig samfélagslega ábyrgð, fræða starfsfólk sitt og láta gesti vita.“Hvað með þolendur, þarf ekki fyrst og fremst að vernda þá? Fara þeir ekki bara undir yfirborðið?„Jú, það þarf að vera stefnan að aðstoða þolendur og að bjóða góða hjálp fyrir þá. Það er markmið nýrrar miðstöðvar, Bjarkahlíðar, sem var opnuð fyrr á árinu. Vændi í Airbnb-íbúðum er til dæmis hugsanlega vandamál í Reykjavík. Það er bara enginn sem veit hvort og hvernig íbúðirnar eru í útleigu. Það er erfitt að koma við eftirliti og veita þolendum aðstoð,“ segir Heiða sem segir þörf á því að framkvæma allsherjar skoðun á kynferðisofbeldi og vændi í Reykjavík út frá þolendum þess. „En við þurfum líka að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þá helst með fræðslu og góðu eftirliti og löggæslu. Ef það er ekki gert þá verða til aðstæður fyrir mansal,“ segir Heiða. „Okkur finnst staðan í dag óásættanleg og ætlum að gera eitthvað í þessu, við finnum líka fyrir breyttu viðhorfi innan lögreglunnar til þessa málaflokks.“Erfið sönnunarbyrði„Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við þessari starfsemi, segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sönnunarbyrðin er ansi erfið. Það er óhætt að segja það að þeir einstaklingar sem grunur leikur á að séu í vændi, að það hefur ekki náðst að sanna það. Þá er erfitt að ná til þeirra sem grunur leikur á að séu í vændi og þessi mál eru oft þung,“ segir Grímur sem segir enn erfiðara að ná til mögulegra þolenda þegar grunur leikur á kynlífsmansali. „Oft koma þeir einstaklingar frá svæðum þar sem lítið traust er til lögreglu og yfirvalda. En þótt hlutirnir séu erfiðir og málin þung þá þarf að finna leið til að nálgast þessar rannsóknir. Ég tek undir með Heiðu, það er tilefni til þess að fara ofan í kjölinn á þessum málum og skoða eftir það hvaða aðgerða er þörf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira