Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Málum vegna ofbeldis gegn börnum hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum en 126 börn hafa verið skráð sem brotaþolar hjá embættinu frá 2015. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um einkarekstur og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en forsætisráðherra telur eðlilegt að fyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samnings við ríkið greiði arð til hluthafa. Við fjöllum líka um slys sem varð í Þjórsá þegar tveimur kakjakræðurum var bjargað við illan leik. Annar kajakræðaranna er látinn.

Þá fjöllum við um fátækt á Íslandi en sjónum er beint að fátækt í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns búa við sárafátækt á Íslandi. Í fréttatímanum munum við líka fjalla um íslenska vefsíðu sem hefur tekið upp á því að bjóða upp á nammiskipti við útlendinga sem eru sólgnir í íslenskt sælgæti.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö og í beinni hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×