Innlent

Tvö inn­brot í verslanir í dag

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tilkynnt var um innbrotin í dag.
Tilkynnt var um innbrotin í dag. vísir/vilhelm

Tvö innbrot voru framin í verslanir í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um innbrot á því svæði sem telur Miðbæ og Vesturbæ. „Á upptökum sést aðilinn taka vörur úr versluninni og koma sér í burtu. Málið í rannsókn,“ segir um fyrra atvikið.

Í hinu tilfellinu var tilkynnt um yfirstandandi innbort í verslun þar sem þjófarnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla mætti. Þeir voru hins vegar handteknir skömmu síðar og „vistaðir vegna málsins“.

Þá er greint frá manni sem var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna, en hann hafði mikið magn reiðufé á sér. Sá hafi verið vistaður í fangaklefa á meðan málið sé rannsakað frekar.

Þá var á þeirri lögreglustöð sem telur Kópavog og Breiðholt tilkynnt um aðila sem gekk á milli bifreiða og reyndi að komast inn í þær. 

„Kom styggð á aðilann þegar hann sá tilkynnanda hringja á lögreglu. Náði hann að koma sér undan þegar lögregla kom á vettvang,“ segir í tilkynningu um það atvik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×