Erlent

Danir búa sig undir mikil flóð

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil flóð hafa valdið usla á austurströnd Svíþjóðar í dag, meðal annars í Oskarshamn og Kalmar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mikil flóð hafa valdið usla á austurströnd Svíþjóðar í dag, meðal annars í Oskarshamn og Kalmar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Danir og Svíar búa sig nú undir mikil flóð en spáð er mikilli úrkomu og hvassviðri þegar líða tekur á daginn. Yfirvöld hafa hvatt íbúa við sjávarsíðuna á eyjunum og austurhluta Jótlands að grípa til ráðstafana - treysta flóðgarða - til að verja heimili sín frá flóðum.

Danska veðurstofan hefur lýst veðrinu sem von sé á sem „mjög varasömu“. Búist er við að vatnshæðin komi til með að hækka mikið í kringum dönsku eyjarnar, milli 1,3 og 1,8 metra, vegna stormsins sem gengur yfir landið.

Í frétt DR segir að búið sé að lækka hámarkshraða á brúnum yfir Stóra-Belti og Eyrarsund vegna mikilla vinda.

Reiknað er með að vatnhæðin nái hámarki milli 18 og 20 í Dragør, Køge og Stevns, milli 20 og 22 á  Mön, Kalvehave, Lálandi og Falstri og milli 22 og miðnætti á Langalandi, Suður-Fjóni og Suður-Jótlandi.

Mikil flóð hafa valdið usla á austurströnd Svíþjóðar í dag, meðal annars í Oskarshamn og Kalmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×