Katrín segir ágætis samtal í gangi í viðræðunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 19:00 Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira