Katrín segir ágætis samtal í gangi í viðræðunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 19:00 Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira