Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2017 21:56 Þristarnir út af Snæfellsnesi í kvöld. Myndin er tekin úr Breitling-þristinum, sem er rétt fyrir aftan og til hliðar við Pál Sveinsson. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53