Kjöraðstæður fyrir fellibylji Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2017 17:15 Irma stefnir nú hraðbyr á Puerto Rico. Vísir/EPA Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt. Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt.
Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49