Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.
Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“
Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans.
„Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag.
Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.
I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x
— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017
To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n
— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017