Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 13:39 Bryndís segir alveg ljóst að lögbannið vinni gegn flokki hennar. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19