Enskir fjölmiðlar greina frá því að Leicester City sé búið að reka Craig Shakespeare eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.
Shakespeare tók við Leicester þegar Claudio Ranieri var látinn taka pokann sinn í mars.
Leicester vann fyrstu sex leikina undir stjórn Shakespeares en síðan hallaði undan fæti.
Refirnir hafa farið illa af stað í vetur og aðeins unnið einn af átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Leicester er í 18. sæti deildarinnar.
Shakespeare stýrði Leicester í síðasta sinn þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við West Brom í gær.

