Eldra fólk í forgang Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 17. október 2017 13:30 Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruð eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni- og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma bíður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 200-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki. Höfundur er öldrunarlæknir, skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruð eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni- og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma bíður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 200-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki. Höfundur er öldrunarlæknir, skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun