MS á Akureyri kveikir á díselkatli þegar rafmagnið klárast Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2017 12:30 Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira