Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2017 06:00 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, ásamt fulltrúum sýslumanns og lögmanni Glitnis Holdco á dómþingi á skrifstofu blaðsins í gær. Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03