Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Breska heilbrigðiskerfið NHS var nánast ónothæft í gær vegna árásarinnar. vísir/epa Gíslatökuhugbúnaður olli miklum glundroða víða um heim í gær. Talið er að búnaðurinn eigi rætur að rekja til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Afleiðingar tölvuárásarinnar voru þær að minnst tugþúsundum tölva var haldið í gíslingu af þrjótunum. Á skjáum þeirra birtust skilaboð sem tjáðu notandanum að ef hann reiddi fram 300 dollara, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, fengi hann gögn og tölvu sína til baka. Yrði upphæðin ekki greidd innan tveggja daga myndi upphæðin tvöfaldast. Þess var krafist að rafræni gjaldmiðillinn BitCoin yrði brúkaður til verksins. Heimildir herma að gjaldmiðillinn hafi streymt inn á netveski þrjótanna í kjölfarið. Meðal tölva sem var haldið í gíslingu með þessu móti má nefna tölvur breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem voru ónothæfar vegna þessa. Lamaðist kerfið algerlega. Aðgerðum var slegið á frest, ekki var unnt að útskrifa sjúklinga eða gera nokkurn skapaðan hlut. Forritið skaut upp kollinum í minnst 74 löndum. Útlit er fyrir að þrjótarnir hafi náð valdi á flestum tölvum í Rússlandi og Taívan en það birtist einnig í Bandaríkjunum, Bretlandi, Úkraínu, Tyrklandi, Þýskalandi, Japan og Spáni. Í síðastnefnda landinu herma heimildir að kerfi orkurisans Iberdrola og veitufyrirtækisins Gas Neutral hafi lamast. Sérfræðingar og áhugamenn um tækni hafa rakið forritið til tölvuþrjóta sem kenna sig við Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA og hafði áður verið notað af stofnuninni. Áður höfðu þrjótarnir reynt að selja búnaðinn á uppboði. Þá var haft eftir sérfræðingunum að hugbúnaðurinn væri „raunverulegur en gamall“. Í kjölfar árásarinnar í gær sendi tölvuöryggisfyrirtækið Check Point frá sér yfirlýsingu um að þarna væri á ferðinni uppfærð útgáfa af eldra forriti. „Þetta er netárás á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu af áður óþekktri stærðargráðu,“ segir netöryggishönnuðurinn Kevin Beaumount í samtali við BBC. „Við vitum af árásinni og netöryggisráðið vinnur nú að lausn málsins,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. „Það er ekkert sem bendir til þess að upplýsingum um sjúklinga hafi verið stolið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að það gerist ekki.“ Hugbúnaðarins varð fyrst vart klukkan 15 að íslenskum tíma í gær og hélt hann áfram að dreifa sér um heiminn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæmlega hve margar tölvur urðu fyrir árásinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Gíslatökuhugbúnaður olli miklum glundroða víða um heim í gær. Talið er að búnaðurinn eigi rætur að rekja til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Afleiðingar tölvuárásarinnar voru þær að minnst tugþúsundum tölva var haldið í gíslingu af þrjótunum. Á skjáum þeirra birtust skilaboð sem tjáðu notandanum að ef hann reiddi fram 300 dollara, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, fengi hann gögn og tölvu sína til baka. Yrði upphæðin ekki greidd innan tveggja daga myndi upphæðin tvöfaldast. Þess var krafist að rafræni gjaldmiðillinn BitCoin yrði brúkaður til verksins. Heimildir herma að gjaldmiðillinn hafi streymt inn á netveski þrjótanna í kjölfarið. Meðal tölva sem var haldið í gíslingu með þessu móti má nefna tölvur breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem voru ónothæfar vegna þessa. Lamaðist kerfið algerlega. Aðgerðum var slegið á frest, ekki var unnt að útskrifa sjúklinga eða gera nokkurn skapaðan hlut. Forritið skaut upp kollinum í minnst 74 löndum. Útlit er fyrir að þrjótarnir hafi náð valdi á flestum tölvum í Rússlandi og Taívan en það birtist einnig í Bandaríkjunum, Bretlandi, Úkraínu, Tyrklandi, Þýskalandi, Japan og Spáni. Í síðastnefnda landinu herma heimildir að kerfi orkurisans Iberdrola og veitufyrirtækisins Gas Neutral hafi lamast. Sérfræðingar og áhugamenn um tækni hafa rakið forritið til tölvuþrjóta sem kenna sig við Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA og hafði áður verið notað af stofnuninni. Áður höfðu þrjótarnir reynt að selja búnaðinn á uppboði. Þá var haft eftir sérfræðingunum að hugbúnaðurinn væri „raunverulegur en gamall“. Í kjölfar árásarinnar í gær sendi tölvuöryggisfyrirtækið Check Point frá sér yfirlýsingu um að þarna væri á ferðinni uppfærð útgáfa af eldra forriti. „Þetta er netárás á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu af áður óþekktri stærðargráðu,“ segir netöryggishönnuðurinn Kevin Beaumount í samtali við BBC. „Við vitum af árásinni og netöryggisráðið vinnur nú að lausn málsins,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. „Það er ekkert sem bendir til þess að upplýsingum um sjúklinga hafi verið stolið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að það gerist ekki.“ Hugbúnaðarins varð fyrst vart klukkan 15 að íslenskum tíma í gær og hélt hann áfram að dreifa sér um heiminn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæmlega hve margar tölvur urðu fyrir árásinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira