Svipmynd Markaðarins: Ótrúleg lífsreynsla að ferðast til Mjanmar 13. maí 2017 10:00 Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Vísir/GVA Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira? Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira?
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira