Vísbendingar um að heilsuúrin séu langt frá því að gefa upp rétta mynd af brennslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 19:47 Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu, segir einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum. Heilsa Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum.
Heilsa Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira