Úlfarsfelli breytt í Everest Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 12:47 Úlfarsfell er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Guðrúnu Harpa Bjarnadóttir Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira