Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 17:04 Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar. En, nú skal bregðast við því með gjaldtöku. Vísir Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira