Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2017 14:00 Fornleifafræðingar að störfum á Dysnesi í byrjun vikunnar. Vísir/Auðunn Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu. Fornminjar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu.
Fornminjar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira