Sækir Úkraína innblástur í tíu ára gömul vonbrigði? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júní 2017 13:45 Svona var stemningin hjá strákunum okkar eftir leikinn gegn Úkraínu á HM 2007. Við viljum ekki sjá svona myndir á sunnudag. vísir/pjetur „Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
„Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira