Körfubolti

Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær hefur átt frábæra leiki á EM.
Tryggvi Snær hefur átt frábæra leiki á EM. vísir/ernir
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag.

Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Íslands í dag. Íslensku strákarnir héldu Svartfellingum aðeins í sex stigum í bæði 2. og 4. leikhluta. Þá var skotnýting Svartfjallalands aðeins 36%.

Ísland byrjaði leikinn skelfilega var 14 stigum undir, 21-7, eftir 1. leikhluta. Íslensku strákarnir rifu sig upp í 2. leikhluta, unnu hann 22-8 og leiddu í hálfleik, 27-29.

Íslendingar sigldu svo sigrinum heim í seinni hálfleik og unnu á endanum með 10 stiga mun, 50-60.

Tryggvi Snær Hlinason hefur verið frábær á mótinu og leikurinn í dag var undantekning þar á. Norðanmaðurinn skoraði 19 stig, tók 13 fráköst og varði þrjú skot.

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Breki Gylfason skoraði níu stig og Halldór Garðar Hermannsson var með fimm stig, fjögur fráköst og sex stoðsendingar.


Tengdar fréttir

Naumt tap gegn Frökkum

U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×