Erlent

Maður vopnaður hnífum handtekinn skammt frá Downingstræti

Atli Ísleifsson skrifar
Engar fréttir hafa borist um að nokkur hafi særst.
Engar fréttir hafa borist um að nokkur hafi særst. Vísir/EPA
Lögregla í London handtók í dag mann í Westminster um 100 metrum frá Downingstræti þar sem forsætisráðherra Bretlands býr.

Lundúnalögreglan hefur girt af svæði og hafa verið birtar myndir af lögreglumönnum sem rannsaka vettvang þar sem sjá má hnífa á stéttinni.

Í frétt Independent kemur fram að hinn handtekni hafi verið með tösku sem full var af hnífum. Engar fréttir hafa borist um að nokkur hafi særst.

Fimm manns létu lífið eftir að Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni skammt frá, og stakk lögreglumanninn Keith Palmer til bana.

Uppfært 14:50:

Lögregla í London telur að maðurinn hafi haft í hyggju að fremja hryðjuverkaárás. Hinn handtekni er tæplega þrítugur að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×