Norski kvartettinn Tøyen Fil og Klafferi er kominn hingað til lands og ætlar að halda þrenna tónleika; í Húsafellskirkju í kvöld klukkan 20, í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík á morgun klukkan 21 og í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi á laugardaginn klukkan 14.30.
Á efnisskránni er ný og nýleg tónlist frá Íslandi og Noregi. Sveitin hefur í mörg ár verið í samstarfi við tónskáldin Hafdísi Bjarnadóttur og Guðmund Stein Gunnarsson og nýtt verk eftir Guðmund Stein verður einmitt frumflutt í þessari Íslandsheimsókn.
Þær stöllur segjast hafa góða reynslu af að spila í Húsafelli. Kirkjan sé notaleg fyrir litla tónleika, auk þess sem þær hafi kynnst skemmtilegu fólki á staðnum. Bókakaffið á Selfossi er ekki bara rekið af Bjarna Harðar heldur líka konu hans, tónskáldinu Elínu Gunnlaugsdóttur. Á tónleikunum þar mun verðlaunahöfundurinn Halldóra Thoroddsen lesa upp úr verkum sínum.
Svo er Mengi vinsæll staður í Reykjavík!
Heimsækja Snorra Sturluson og Bjarna Harðar
