Fótbolti

Dagný bandarískur meistari með Portland

Dagný í leik með íslenska landsliðinu.
Dagný í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/getty
Dagný Brynjarsdóttir og stöllur í Portland Thorns eru bandarískir meistarar eftir 1-0 sigur gegn North-Carolina Courage í úrslitaleik NWSL-deildarinnar í Orlando.

Þetta er fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumaður í Bandaríkjunum en hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015.

Er þetta í annað skiptið sem Portland verður bandarískur meistari en í fyrsta skiptið frá árinu 2013.

Íslenska landsliðskonan byrjaði leikinn á bekknum og var markalaust í hálfleik en á fimmtu mínútu seinni hálfleiks kom Lindsey Horan liði Portland yfir. Stuttu síðar kom Dagný inn á og lék stærstan hluta seinni hálfleiks.

Fékk hún gult spjald á 72. mínútu leiksins er hún gaf hættulega aukaspyrnu en það kom ekki að sök. Portland náði að halda markinu hreinu og skilaði það sigrinum.

Var þetta annað tímabil Dagnýjar í Bandaríkjunum en hún varð deildarmeistari á fyrsta tímabili sínu en þurfti að horfa á eftir meistaratitlinum til andstæðings síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×