Segir takmarkanir aldraðra brot á mannréttindum: „Neitum að vera á síðasta söludegi“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 21:08 Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira