Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. október 2017 20:00 Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira